Vísindadagur í Háskóla Íslands um helgina
Á morgun laugardaginn 31. október kl 12-16 stendur Háskóli Íslands fyrir vísindadegi fyrir fjölskyldur.
Boðið verður upp á marga skemmtilega og fræðandi viðburði um nýjustu tækni og vísindi.
Sprengjugengið mætir á staðinn og sýnir spennandi efnafræðitilraunir og í vísindamsiðjunni verður hægt að kynna sér efnafræðitilraunir. Lið Team Spark verður með rafknúinn kappakstursbíl og hægt verður að fara í ferðalag um undur sólkerfisins í stjörnutjaldinu með Sólmyrkva Sævari.
Fremstu vísindamenn landsins munu meðal annars fara yfir efnafræði alheimsins, ljós og líf, hvali og fugla, ofurtölvur, eldfjöll og jökla og margt fleira.
Boðið verður upp á veitingar í tilefni Hrekkjavöku.
Allir velkomnir
Nánar á https://www.facebook.com/events/883941011660584/
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Háskóla Íslands