Öðruvísi og spennandi aðventudagatal

Fjögurra barna móðir í Vesturbænum, Nanna Huld Reykdal, bjó til ásamt börnum sínum öðruvísi aðventudagatal fyrir ein jólin. Við fengum leyfi til að deila þessari skemmtilegu hugmynd hér.  

Hún útbjó 24 umslög og miða þar sem búið var að skrifa á hvað fjölskyldan ætti að gera saman frá 1.desember fram að jólum. Til þess notaði hún glassine umslög, origamipappír, skrautpappír o.fl. Umslögin hengdi hún síðan á trjágreinar.

„Það skemmtilega við þetta er að flest af þessu myndu þau sjálfsagt gera hvort eð er, en þar sem þetta er adventudagatal þá fylgir þessu öllu dálítil eftirvænting.“

Hér eru nokkrar hugmyndir í dagatalið:

  • Setjum upp jólakransa og jólaskraut.
  • Gökum smákökur.
  • Æfum jólalög.
  • Gerum góðverk
  • Spilum saman.
  • Skoðum jólaljósin í hverfinu.
  • Horfum á jólabíómynd.
  • Borðum jólasíld.
  • Föndrum saman.
  • Gefum fuglunum í garðinum fræ.
  • Veljum og skreytum jólatré.
  • Klippum frostrósir.
  • Ræðum, af hverju höldum við jól?

„Ég sleppti öllu veðurtengdu þar sem erfitt er að treysta á veðrið, eins og að búa til snjókarl, fara í snjókast… Gerum það hvort eð er!“ 

Fleiri hugmyndir sem fengnar eru aftan á Andrésblaði:

  • Búum til aðventukrans (bara eins og við viljum hafa hann).
  • Búum  til lagalista með uppáhalds jólalögum fjölskyldunnar.
  • Föndrum jólakort til vina og ættingja.
  • Fáum okkur heitt kakó og spilum.
  • Bökum piparkökur og skreytum.
  • Gefum þeim sem minna mega sín litla jólagjöf.
  • Teiknum jólamyndir til að skreyta herbergin með.
  • Heimsækjum einhvern í fjölskyldunni sem við höfum ekki hitt lengi og færum honum piparkökur eða mandarínur.
  • Förum á bókasafnið og veljum jólabækur til að lesa saman.
  • Klippum út snjókorn á hvítan pappír og festum á glugga.
  • Búum til vinabönd til að gefa í jólagjöf.
  • Bökum saman og komum nágranna okkar á óvart.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s