Ratleikur í Heiðmörk

Á fallegum degi er upplagt að fara í Heiðmörk með fjölskylduna. Það er ævintýralegt að rölta um í skóginum, leika í leiktækjum sem eru á nokkrum stöðum og taka með nesti eða eitthvað gott á grillið. Í Heiðmörk er líka skemmtilegur ratleikur sem hægt er að hefja hvenær sem er allt árum um kring. Í honum reynir á ratvísi, hugmyndalfug, skynjun og styrk þátttakenda. Lesa þarf meðal annars í skýjafar, vindátt, plöntu- og trjátegundir, sólúr og sögulegan fróðleik ásamt því að leggja í stórt hengirúm.

Ekið er Rauðhólamegin inn í Heiðmörk. Síðan er ekið framhjá Furulundi þar til komið er að bílastæði við spildu Ferðafélags íslands. Þar skammt frá er póstkassi þar sem hægt er að nálgast eintak af ratleiknum ásamt korti og síðan eru lausnir settar á sama stað.

Mikilvægt er að taka með penna og nesti.

Nánari upplýsingar og kort á http://fi.is

Nánari upplýsingar um Heiðmörk er á http://www.heidmork.is/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s