Úlfarsfell er bara byrjunin

Ég þarf að hafa talsvert fyrir því að fá mína drengi til að koma með mér í fjallgöngu en mér hefur reynst best að ákveða daginn áður í samráði við þá hvert og hvenær við förum.

Við fórum á Úlfarsfell einn daginn og ákváðum að ganga bröttu leiðina upp (1,6 km) og léttu leiðina niður (1,7 km). Á meðan göngunni stóð var leitað að úlfum eða ummerkjum úlfa, eins og úlfaspor. Engir úlfar fundust en við fundum ýmislegt annað. Sá yngsti fann perlu og prik sem hann kallaði „hníf“ (hann var á hnífa-tímabilinu þá). Síðan tíndu börnin lúpínur til að fegra heimilið.

Sá fimm ára varð þreyttur á köflum. Við skiptumst við á að draga hvort annað upp og þá varð gangan miklu léttari. Veðrið var hálfþungbúið þegar gangan hófst en sólin var ekki langt undan. Gangan tók um tvær klukkustundir með hvíld og nestisstund á toppnum.

Ánægjan var svo mikil með fjallgönguna að börnin byrjuðu strax að skipuleggja næstu fjallgöngu, sem verður á Esjuna.

Allar nánari upplýsingar um Úlfarsfell eru á bls. 18 í bókinni Útivist og afþreying fyrir börn.

1 Comment »

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s