Lífið sýning fyrir alla fjölskylduna

Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna. Sýningin vann tvenn Grímuverðlaun á síðasta leikári, “Barnasýning ársins 2015” og “Sproti ársins 2015”.

Leikhúsið 10 fingur, sem stendur að þessari sýningu, setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín og hlaut einnig Grímuverðlaunin sem besta barnasýning ársins 2012.

Leiksýningin fjallar um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Á einu plani er verið að búa til sögu um sköpun heimsins, hvernig landslag breytist í gegnum hamfarir og kraft náttúruafla, hvernig líf kviknar, hvernig fyrstu dýrin skriðu á land og goggunarröðina í náttúrunni – en á öðru plani má lesa úr þessari sömu leiksýningu einfalda sögu af tveimur krökkum að leik. Börnum sem uppgötva skugga sinn og sjálfa sig, finna mold í pokum og fara að drullumalla.

Fjórar sýningar eru á dagskránni í leikhúsinu og eru tvær sýningar eftir þann 15. nóvember og 22. nóvember.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s