Mordor Íslands

Fifa_1

Heyrst hefur að það er víst á fárra vitorði að við Íslendingar eigum okkar eigið Mordor.

Fifa_9

Vísindamaðurinn Fífa (41) lagði af stað í leiðangurinn um síðustu helgi ásamt Pétri (41) eiginmanni sínum og börnum þeirra, þeim Mána (11) og Dalíu (6). Ferðinni var heitið um ævintýralega gönguleið um Lambafellsgjá skammt frá Keili og það var engu líkara en þau væru komin á slóðir Mordor úr hinni þekktu Hringadróttinsögu.

Við fréttum að það hefði verið smá príl upp gjána en krökkunum hafi fundist það frábært.

„Þetta var rosalega gaman, við mættum hvíthærðum og hvítskeggjuðum manni sem gekk með staf og var með steinhamar, sem krökkunum fannst mjög ævintýralegur.“

Fifa_4

„Máni leiddi gönguna allan tímann og prílaði upp á undan okkur. Dalía leiddi pabba sinn og studdist við klettavegginn á leiðinni upp og svo spreyttu krakkarnir sig á því að rata til baka aftur. Þetta er stutt ganga en rosalega skemmtileg“ segir Fífa.

Við fengum með góðfúslegu leyfi Fífu að birta myndir frá gögnunni.

Fifa_6 Fifa_7

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s