Jóladagskrá Árbæjarsafns
Það er einstök jólastemning í Árbæjarsafni fyrir jólin. Fjölskyldan getur rölt á milli húsa og fylgst með jólaundirbúningnum eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar mæta á svæðið og börn og fullorðnir fá að föndra og syngja saman jólalög. Hægt er að kaupa veitingar svo sem heitt súkkulaði og jólalegt meðlæti.
Jóladagskráin verður haldin dagana 6., 13., og 20. desember kl. 13-17.
Aðgangseyrir er 1400 kr. fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn 18 ára og yngri, ellilífeyrisþega (70+) og öryrkja. Menningarkortið veitir ókeypis aðgang að safninu.
Sjá nánar á https://www.facebook.com/arbaejarsafn/?fref=ts