Jólaskógurinn á Hólmsheiði

 

Í dag opnaði jólaskógurinn á Hólmsheiði við Rauðavatn þar sem hægt er að velja sitt jólatré.

Í mörgum fjölskyldum er það árleg hefð að fara á aðventunni og höggva jólatré. Það er mikil jólastemning í skóginum og gott að vera úti í náttúrunni.

Það er stutt að fara í Hólmsheiði og það er líf og fjör á staðnum.Jólasveinar koma og syngja og skemmta gestum og svo er logandi varðeldur sem gerir mjög notalega stemningu. Börnin hafa gaman af því að rölta um skóginn og taka þátt í að velja tré. Gott er síðan að ylja sér við varðeldinn og gæða sér á heitu kakói og piparkökum sem eru í boði fyrir alla.

Sala jólatrjáa verður einnig á jólamarkaðinum á Elliðavatni í Heiðmörk þar sem opið verður allar helgar í aðventu kl. 11-16.

Nánari upplýsingar eru á https://www.facebook.com/heidmork/?fref=ts

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s