Munum eftir fuglunum
Endur og aðrir fuglar fá lítið að borða þessa dagana. Tökum einn rúnt og gefum elsku fuglunum við tjarnirnar. Það munar svo litlu að taka smá sveig og gefa þeim afgangsbrauð eða dagsgamalt bakarísbrauð sem fæst fyrir lítið. Síðan má gefa fuglunum í garðinum/hverfinu matarafganga eða fuglafóður. Í bókinni Útivist og afþreying fyrir börn eru upplýsingar um nokkrar tjarnir á Höfuðborgarsvæðinu.
Edda Hafsteinsdóttir, sem er búsett í Kaliforníu, var svo elskuleg að lána okkur þessar flottu mynd sem teknar voru við Reykjavíkurtjörn.