Jólasveinapoki fyrir pakkana

Jolapokia

Á æskuheimili mínu áttum við poka sem var ekki ósvipaður þeim sem jólasveinninn sést gjarnan með á bakinu. Pokann var notaður til að ferja jólagjafir til vina og ættingja, svona eins nálægt og maður komst með að upplifa hvernig starf jólasveinsins hlyti að vera.

Það er eitthvað svo gefandi við að skapa, búa til eitthvað sem tengist góðum minningum. En tíminn er oft naumt skammtaður hjá útivinnandi húsmóður og þá reynir maður að gera eitthvað þó það verði ekki fullkomið á manns eigin mælikvarða.

Mig langaði að búa til eitthvað sérstakt handa strákunum mínum, eitthvað sem þeir ættu eftir mig og gætu kannski gefið börnunum sínum. En umfram allt þá langaði mig að leyfa þeim að upplifa stemninguna í kringum jólasveinapokann.

Ég sló því á þráðinn til mömmu og fékk leiðbeiningar um hvernig maður býr til svona poka. Reyndar þrjá poka. Einn handa hverjum dreng.

Ég var ekki lengi að komast að því að það er alveg svakalega einfalt að búa til svona jólapoka og tekur eina u.þ.b. eina kvöldstund. Virka átti allt sem til þurfti: strigaefni, rautt og hvítt bómullarefni, tvinna í strigalit og límpappír. Hér er aðferðin við að útbúa jólasveinapokann:

  1. Byrjað er á að klippa strigaefnið í þrjá jafna strendinga og pokarnir saumaðir saman á hliðunum.
  2. Snjókorn eða annað sem þér dettur í hug (ég fann snjókorn í dönsku blaði) klippt út og teiknaði upp á límpappírinn. Ég útbjó einnig stafi drengjanna til að merkja þeim sinn poka.
  3. jolapokibLímpappír straujaður á bómullarefnið.
  4. Snjókorn og stafir klippt út á bómullarefninu.
  5. Að lokum er hin hliðin á stöfunum/snjókorninu straujað á strigapokann.

Jólapokarnir slóu heldur betur í gegn, ekki bara til að flytja jólapakka heldur líka til að keppa í pokahlaupi.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s