Ljósið af fullu tungli til halds og trausts á Helgafelli

TryggBui
Feðgarnir Tryggvi og Búi

Heyrst hefur að Félag skegglausra hafi gengið á Helgafell á jóladagskvöld. Hvort þeir hafi verið að leita að fleiri jólasveinum fylgdi ekki sögunni en ljóst er að ljósið af fullu tungli á heiðskýrum himni var þeim til halds og trausts. Tryggvi segir að þetta hafi verð alveg geggjað og hann mælir með að sem flestir prófi.

Þeir feðgar fara alltaf öðru hverju á Helgafell. Keppnisskapið er að vakna hjá þeim yngri og leggur hann áherslu á að þeir feðgar setji sér tímamörk. Stefnan var tekin á að ná frá bíl og til baka á klukkutíma. “

„Við náðum á 1:19 en við stoppuðum örugglega í 10 mínútur samtals á leiðinni. Kappið var hins vegar svo mikið að ná þessu á klukkutíma að það lá við að hann skildi mig eftir þegar ég fór að taka myndir“, segir Tryggvi.

Þeir feðgar hafa meir að segja hjólað heiman að frá sér og upp að fjallsrótum, gengið upp og niður og hjólað svo til baka.

„Það skemmtilega við svona göngu með börnunum fyrir utan útiveruna sjálfa auðvitað er að þarna náum við góðum klukkutíma saman þar sem við gerum ekkert annað en að ganga og spjalla um allt milli himins og jarðar án truflunar frá símum, tölvum eða öðrum áreitum“, útskýrir Tryggvi.

Það mun hafa verið aðeins hálka á köflum á hraunbreiðunni rétt áður en maður kemur að fjallinu en auðvelt sé að sneiða framhjá svellbunkunum. Þeir voru bara í gönguskóm báðir tveir.

Á myndinni hér til hægri er Búi á toppi Helgafells. Í baksýn sést Húsfell, hæsta fjall Garðabæjar. Tryggvi segir að það sé TryggviBui_Helgafellgaman að taka hringinn Helgafell, Húsfell og Búrfell ef menn hafa 3-4 tíma aflögu. „Þegar gengið er frá Helgafelli yfir að Húsfelli er hægt að ganga veg/troðning sem liggur við suðurendann á Valahnjúkum og svo getur maður annað hvort gengið beint af augum eða fylgt vegarspotta sem liggur yfir mela og hóla í átt að Húsfelli. Frá Húsfelli að Búrfelli gengur maður bara beint af augum og fer meðfram hrauninu því það er erfitt yfirferðar,“ segir Tryggvi að lokum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s