Hundar sem hlusta
Nú er tækifæri fyrir hundavini að skreppa á Borgarbókasafnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn.
Boðið verður upp á lestrarstundirnar sunnudagana 17.janúar,7.og 21.febrúar,6. og 20.mars og 3.apríl og hefjast þær allar kl. 15.
Lestrarstundir með hundi reynast börnum vel og ekki síst þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða.
Lesturinn fer fram á 5.hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni. Tveir hundar verða á staðnum og komast átta börn að í hvert skipti. Hvert barn fær að lesa fyrir hundinn í 15 mínútur.
Bóka þarf tíma fyrirfram með tölvupósti á netfangið thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is eða með því að hringja í síma 411 6146.
Verkefnið er í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi. Félagið Vigdís er aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D – Reading Education Assistance Dogssem starfar um allan heim með um 4 þúsund sjálfboðaliðum með það að markmiði að efla læsi barna með því að hvetja þau til yndislesturs.
Sjá nánar á http://www.borgarbokasafn.is/is/content/hundar-sem-hlusta
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Borgarbókasafnsins