Skíðasvæðin í borginni
Skíðaiðkun er holl og góð hreyfing sem býður upp á skemmtilega samverustund með börnum. Ekki þarf að fara langt til að fara á skíði því innan borgarmarka Reykjavíkur eru þrjár skíðalyftur sem ætlaðar eru börnum og byrjendum og eru þær opnar þegar aðstæður leyfa.
- Lyfta er í Ártúnsbrekku við bæinn Ártún hjá gömlu Rafstöðinni og er ekið að henni frá Rafstöðvarvegi.
- Önnur lyfta er við Jafnasel í Breiðholti á milli Seljahverfis og Fellahverfis.
- Þriðja lyftan er í Grafarvogi og er staðsett meðfram göngustíg sem liggur upp að Húsahverfi.
- Aðgangur að lyftunum er án endurgjalds.
Upplýsingar um opnun er í símasvara 878 5798.