Dregnar upp Esjuna af ungum syni…

Heyrst hefur að hjónakornin Hanna Björg (41) og Sara Smart (42) og dóttir þeirra Camilla (11) hafi verið dregnar upp síðast spöl Esjunnar af yngsta fjölskyldumeðliminum Daníeli Kjartani (9).

Hanna1

Forsagan er sú að í tilefni 9 ára afmælis fékk drengurinn upplifunargjöf frá mæðrum sínum. Hann mátti velja hvað fjölskyldan gerði saman á afmælisdeginum. Þær gáfu honum hugmyndir t.d. að veiða, fara í sund, fjallgöngu eða hvað sem hann vildi. Þetta væri hans dagur og þá fengi hann að ráða.

Til að gera langa sögu stutta þá valdi Daníel Kjartan að ganga á Esjuna. Gangan reyndist þrautinni þyngri en þær höfðu gert ráð fyrir og um hálfa leið upp að steini voru þau Hanna3aðframkomin. Mitt á milli þess sem þau voru að ná andanum sáu þau glitta í STEININN og þá var ekki aftur snúið. Það var ekkert annað að gera en að klára leiðina. Daníel Kjartan ætlaði sko ekki að gefast upp á afmælisdeginum.

Enda sá hann ekki eftir því. Þau enduðu öll í hamingjukasti yfir að hafa komist alla leið.

Útipúkar óska þessum kraftmiklu systkinum til hamingju með afrekið!

Hanna2

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s