Óperuganga í Kópavogi fyrir fjölskyldur
Laugardaginn 4.júní kl. 13:30 verður fjölskyldum boðið í gönguferð sem hefst fyrir utan Gerðarsafn í Kópavogi. Farið verður á milli staða í hjarta Kópavogs en á leiðinni verða ýmsar skemmtilegar uppákomur þar sem persónur úr óperum koma við sögu.
Þetta er skemmtileg samverustund fyrir allar fjölskyldur.
Fjölskyldustundin er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Sjá nánar á http://www.operudagar.is