Vatnsmýrarhátíð á sunnudaginn
Norræna húsið býður börnum og fjölskyldum þeirra á skemmtilega Vatnsmýarhátíð.
Splunkuný íslensk leiktæki verða vígð og gestir geta fengið aðstoð Dr. Bæk til að fínstilla hjólin fyrir sumarið, svo dæmi séu tekin.
Hátíðin verður sett kl.13 og leiktækin frá Krumma vígð við opnuna. Á dagskrá verður einnig:
o Dr. Bæk
o Ratleikur
o Teiknismiðjur
o Krakkaball og dansleikir með Margréti Maack plötusnúð
o Ísbíllinn
o Grillaðu þitt eigið skandinavíska ”snobrød” (snúningsbrauð)
o Koddabíó
Íslensku leiktækin, sem hafa hraunkletta að fyrirmynd, eru liður í sýningunni Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag, sem opnar í lok júlí.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Sjá nánar um viðburðinn á vefsíðu Norræna Hússins og á Facebook.