Sunnudagsgönguferðir fyrir fjölskyldur
Í júní mun Ferðafélag barnanna ásamt Ferðafélagi Íslands og SÍBS bjóða upp á sunnudagsgönguferðir fyrir fjölskyldur.
Göngurnar verða allar í og við Reykjavík og munu þær taka um eina og hálf klukkustund. Þær hefjast kl. 11.
Ferðirnar verða skipulagðir út frá þörfum barna og er lögð áherslu á að upplifa náttúruna með þeim.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Dagskrá
5. júní. Kl. 11. Gengið um Öskjuhlíðina. Mæting við Nauthól.
12. júní. Kl. 11. Ratleikur frá Heiðmerkurreiti FÍ.Mæting við Bílastæðið við Rauðhóla þaðan sem ekið er í halarófu lengra inn í Heiðmörkina.
19. júní. Kl. 11. Gengið um í Elliðaárdal. Mæting við Árbæjarlaug.
26. júní. Kl. 11. Gengið um í fjörunni við Gróttu. Mæting á bílastæðinu við Gróttu.
SDI nánar á http://www.ferdafelagbarnanna.is
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Ferðafélags barnanna