Pöddulíf í Elliðaárdal
Í dag þriðjudaginn 14. júní verður Ferðafélag barnanna með skordýraskoðun í Elliðaárdal fyrir fjölskyldur.
Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild mun fræða gesti um heim skordýranna.
Lagt verður af stað frá gömlu rafstöðinni við Elliðaár kl. 17.
Gott er að koma með ílát og stækkunagler.
Þátttaka er ókeypis
Nánari upplýsingar eru á http://www.ferdafelagbarnanna.is/aaetlun/nr/1843/
Mynd að ofan er fengin að láni af Facebooksíðu Ferðafélags barnanna