Brúðubíllinn sumarið 2016
Brúðubíllinn er alltaf jafnvinsæll hjá yngstu kynslóðinni. Helga Steffensen hefur stjórnað leikhúsi Brúðubílsins síðan 1980 og frumsýnt yfir 50 leikrit. Helstu persónur brúðubílsins eru Lilli, appelsínugulur api sem kann lítið og þarf því á hjálp barnanna að halda, Dúskur sem er trúður og einn af bestu vinum Lilla, Gústi sem er gamall simpansi, Úlurinn Úlli sem er alltaf til í að hrekkja og fleiri sögupersónur.
Leikritið í sumar heitir Óþekktarormar og er Brúðubíllinn alveg stútfullur af óþekktarormum sem læra sem betur fer að vera góðir í lokin.
Brúðubíllinn sýnir á ýmsum útivistarsvæðum, görðum, á leikskólum og skólum.
Nú er Brúðubillinn af fara af stað með sýningar sumarið 2016 og var fyrsta sýningin mánudaginn 6. júní í Hallgargarðinum við Fríkirkjuveg 11.
Sýningarnar eru ókeypis og allir velkomnir.
Sjá dagskrá sumarið 2016 http://www.brudubillinn.is/index.php?option=com_content&task=view&id=14&Itemid=28