Heyrst hefur……
……að Ísak Nói Guðnason (14) hafi skellt sér á Víkingahátíðina við Fjörukrána í Hafnarfirði um helgina. Þar sem hann hitti fyrir sæfara og vígamenn hvaðanæva að úr Evrópu og Ameríku. Hann var að sjálfsögðu klæddur að víkingasið og vopnum búinn enda eru víkingar þekktir fyrir að fara víða um lönd með skipum sínum með ránum og hernaði. Það kom á daginn að þetta er hið friðsamasta fólk sem sýndi fallegt handverk, matargerð, sagnalist, bogfimi, bardaga og tónlist. Dagurinn var hinn skemmtilegasti og er Ísak strax farinn að hlakka til næstu hátíðar.