Hefur þú komið á Bjössaróló?

 

bjossarolo

Bjössaróló hefur verið kallaður best geymda leyndarmál Borgarness. Hann var smíðaður um miðja síðustu öld af Birni Guðmundssyni sem bjó í næsta húsi við leikvöllinn. Hann var mjög nýtinn og smíðaði leiktækin eingöngu úr endurnýttu efni sem hafði verið hent. Þarna eru skemmtileg leiktæki í mjög fallegu og ævintýralegu umhverfi. Upplagt er að taka með nesti og njóta þess að eiga notalega stund saman.

Við Bjóssaróló er lítil falleg fjara sem gaman er að heimsækja í leiðinni.  Einnig bendum við á Landnámssetur Íslands þar sem hægt er að kynnast Egilssögu og landnámsögunni á skemmtilegan máta sem höfðar vel til barna. Hægt er að fá hljóðleiðsögn fyrir börn frá 4 ára aldri. Skallagrímsgarður  er fallegur skrúðgarður þar skammt frá sem gaman er að heimsækja og svo má ekki gleyma sundlauginni í Borgarnesi sem er mjög barnvæn sundlaug og skartar meðal annars þremur rennibrautum og barnavaðlaug.

 

 

Færðu inn athugasemd