Sölvatínsluferð á Reykjanesi fyrir fjölskyldur
Sunnudaginn 21. ágúst mun Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur, í samvinnu við Þekkingarsetur Suðurnesja, bjóða fjölskyldum upp á námskeið í tínslu sölva og annarra matþörunga.
Mælt er með að þátttakendur verði í vatnsheldum skóm, helst stígvélum og gott er að hafa lekan poka til að safna þörungum í, til dæmis stigapoka eða gamalt koddaver.
Mæting er við Geirfuglinn við Valahnjúk á Reykjanesi kl. 13.
Námskeiðið er ókeypis og allir velkomnir.
Nýsköpunarfyrirtækið Zeto mun gefa þátttakendum óvæntan glaðning, en þau eru að undirbúa markaðsetningu á nýrrar húðvörulínu úr þara.