Rokkhátíð æskunnar 2016
Sunnudaginn 28. ágúst verður Rokkhátíð Æskunnar haldin í fyrsta sinn á KEX Hostel.
Það verður fjölbreytt dagskrá sem samanstendur af lifandi tónlistaratriðum í bland við fræðslu og vinnusmiðjur. Börnin fá að fikta í hljóðfærum sem búin eru til úr ávöxtum, smíða sinn eigin míkrafón, gera barmmerki, grúska í raftónlist og fleira spennandi.
Tími: sunnudagur kl. 13-17.
Staðsetning: KEX Hostel, Skúlagata 28, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru á https://www.facebook.com/events/1779409612307009/
Mynd að ofan er fengin að láni.