Íslensk-bandarískur hafragrautur

Hafragrautur hefur verið í litlu uppáhaldi þangað til fyrir skömmu þegar maðurinn minn
fann uppskrift í klifurblaði og heimfærði á íslenska vísu, þ.e. minnkaði sykurinnihald í einn fimmta miðað við upprunalegu uppskriftina sem kemur frá Bandaríkjunum.Núna vekur hafragrautsilmurinn okkur á morgnana og lífið verður allt miklu betra með heitum hafragraut sem yljar áður en kuldinn tekur á móti okkur fyrir utan dyragættina.

Að sjálfsögðu er hollast að sleppa sykrinum en fyrir mig sem hefur alla tíð átt erfitt með að kyngja hafragraut þá breytir smá púðursykur hafragrautnum í einn besta morgunmat sem ég hef fengið. Sykur í litlu magni skaðar engan en hollari er hann sykurlaus ef maður getur borðað grautinn þannig.

Uppskriftin:

1 bolli af vatni í pott. Saltið örlítið og látið suðu koma upp. 1 bolli haframjöl (við kaupum glúteinlaust) bætt í vatnið og látið sjóða í mínútu. Blandað vel saman. Síðan er 1/2 msk af púðursykri, 1 bolla af mjólk (við notum riso mandoria frá Isola) og 1/4 bolla af rúsínum bætti í – sjóðið þar til grauturinn er nógu þykkur. Að lokum smá sýrópi bætt út í áður en grauturinn er færður í skál og borinn á borð. Við hrærum svo kaldri riso mandoria við grautinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s