Heimatilbúið örbylgjupopp fyrir kósýkvöld

Elsti sonurinn á heimilinu kom nýlega með þá hugmynd að gera heimatilbúið örbylgjupopp fyrir kósýkvöld. Nú er þetta popp í uppháhaldi hjá öllum heimilismönnum og sérstaklega á laugardagskósýkvöldi meðpoppfloki_opt ísköldu klakavatni. Uppskriftin er ótrúlega einföld og fljótleg en við poppum venjulega tvo til þrjá poka eftir hve mörg við erum heima. Síðan er þetta mun hollara en að borða öll aukaefnin sem eru í venjulegu örbylgjupoppi:

 

Heimatilbúið örbylgjupopp:

popp_opt1 brúnn bréfpoki (fæst t.d. í Hagkaup).

1/4 bolli poppmaís sett í pokann.

2 msk kókosolía sett yfir baunirnar í pokanum.

Smá poppsalt eða venjulegt salt.

Lokið pokanum með því að brjóta saman pokann og rúlla vel niður eða um þriðjung af pokanum. Stillið örbylgjuofninn á hæsta styrk og poppið í 2-3 mín, þangað til fer að lengjast á milli popphljóða.

Njótið!

2 Comments »

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s