Ævintýraleg upplifun í Gerðubergi
Í tilefni vetrarhátíðar verður settur upp gangvirkur ljósleikvöllur í menningarhúsinu í Gerðubergi. Upplifunin er sérstaklega hugsuð fyrir börn og er fjölskyldum boðið að taka þátt í að skapa tónlist og fagran heim ljóss og lita með ljóshljóðfærum og tólum.
Leikvöllurinn verður opinn helgina 4.-5. febrúar kl. 13-16.
Aðgangur ókeypis.
Sjá nánar á http://www.borgarbokasafn.is/is/content/circus-luminezsenz-vetrarhatid
Mynd að ofan er fengin að láni af http://www.borgarbokasafn.is/