Átta ára göngugarpur skorar á foreldra sína

Þau tíðindi bárust að Egill Agnarsson (8) hafi skorað á foreldra sína, Berglindi Helgu (42) og Agnar (42), að ganga upp að Steini. Þau tóku áskoruninni og héldu áleiðis upp að Esjurótum ásamt Gauta, eldri bróður Egils (15) og Yorkshire terrier tíkinni Míu.

Það var svalt á fjallinu en þau voru vel græjuð svo veðrið stoppaði ekki. Egill stjórnaði ferðinni sem var strembin á köflum. Svo strembin að hann var alveg við það að gefast upp – þangað til hann sá glitta í Stein. Þá var ekki aftur snúið og kraftur færðist í kauða.

Þegar upp var komið iljuðu þau sér við ljúffengt heitt kakó. Kakó bragðast aldrei jafnvel og eftir góða útiveru og áreynslu. Gleðin skein úr augunum á Agli eins og sjá má á myndunum. Eftir afrekið valdi hann að borða á Joe & The Juice og steinsofnaði í bílnum. Útipúkar senda Agli og fjölskyldunni hans „high five“.

  

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s