Hugurinn ber mann hálfa leið

Eins og það er nú góð tilhugsun að komast í smá sumarfrí þá er gott að hafa í huga að væntingar um hið fullkomna frí þar sem allir eiga að hafa það svo skemmtilegt geta valdið kvíða og togstreitu. Jafnvel skemmt ánægjuna að fara saman í frí.
Því getur verið gott að minna sig á að þegar upp er staðið er það samvera með okkar nánustu sem skiptir meginmáli þegar sumarfrí er skipulagt. Þó að ferðir til útlanda eða nýjir hluti gleðji þá er það miklu fremur félagsskapurinn og að upplifa eitthvað nýtt sem raunverulega færir okkur hamingju. Sjaldnast þarf að fara langt til að eignast dýrmætar minningar.
Og að með opnum hug er hægt að skapa ævintýri og skemmtun þar sem fjölskyldan nýtur þess að vera saman. Sitt eigið ævintýri.
Í föstudagsviðtali í Fréttablaðinu gefum við nokkrar hugmyndir að samveru og hvað gott er að hafa í huga í útivist. Okkur hefur reynst vel að skipuleggja svolítið fram í tímann, skrifa í dagatalið það sem okkur langar að gera og skiptast á hvert og eitt að velja samverustund. Því eins og máltækið segir; „Hugurinn ber mann hálfa leið“. Aðalatriðið er samt að það er allt í lagi þótt maður geri ekki allt sem maður ætlaði að gera. Það er langoftast þannig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s