Sáu fyrst bara tré
Fjölskylda í Kópavoginum kom sér krúttlega fyrir upp á þaki til að fylgjast með flugeldunum á menningarnótt. Þegar sýningin byrjaði heyrðu þau einungis hvelli en sáu engin dansandi ljós á himni. Þau höfðu nefnilega plantað sér bak við risastórt tré sem skyggði á sýninguna. En þakið er stórt svo þau færði sig eilítið og þá blasti við dýrðarljósasýning.
Fyrir okkur eru það þessi litlu ævintýri í lífinu sem setja mestan svip á tilveruna.