Sumarleg Gazpacho
Þessi súpa skilur hún eftir dásamlega vellíðan í kroppnum. Svo er hún líka ómótstæðilega góð – allt árið en sérstaklega á sumrin þegar heitt er í veðri. Litlar hendur geta vel hjálpað til við að skera niður grænmetið og hræra í skál en uppskriftin er einföld og fljótleg.
- 3 bollar vatnsmelóna, steinhreinsuð og maukuð í blandara.
- 1 bolli vatnsmelóna, brytjuð smátt, og steinhreinsuð.
- 1 bolli smátt skornir tómatar.
- 1 bolli smátt skorin agúrka.
- 1/2 bolli smátt skorin rauð paprika.
- 2 msk límónusafi.
- 1 tsk engifer, rifið smátt.
- 1/2 (nokkri millimetrar ef sterkt) smátt saxað rautt chili.
- 1 vorlaukur, hvíti stilkurinn og 3 cm af græna hlutanum.
- 1 lúka af saxaðri myntu.
- 1 tsk sjávarsalt.
- Nýmalaður svartur pipar.
Bætið öllu í glerskál og hrærið. Saltið og piprið eftir smekk.
Njótið!