30 hugmyndir til að spyrja barnið í stað „hvernig var í skólanum?“

Kannastu við að spyrja barnið alltaf að því sama þegar það kemur heim eftir skóla: „Hvernig var í skólanum?“ ..eða eitthvað á þá leið. Og að barnið svari „fínt“ eða „gaman“ af litlum áhuga.

Þetta er ekki beint spurning til að kveikja áhuga hjá barninu um að segja frá upplifun sinni í skólanum þar sem spurningin er leiðinlega opin og óspennandi. Sara Goldstein samdi þrjátíu nýjar hugmyndir að spurningum til að kveikja áhuga hjá barninu til að spjalla um daginn.

 1. Hvað fékkstu að borða í hádegismat?
 2. Sástu einhvern bora í nefið?
 3. Hvað lékuð þið ykkur við í frímínútum?
 4. Hvað var það fyndnasta sem gerðist í dag?
 5. Var einhver mjög góður við þig í dag?
 6. Varst þú góður við einhvern í dag?
 7. Hver fékk þig til að brosa í dag?
 8. Hver af kennurum þínum heldurðu að væri líklegastur til að lifa af innrás uppvakninga? Afhverju?
 9. Hvað lærðir þú nýtt í dag?
 10. Hver kom með girnilegasta nestið í dag? Hvað var það?
 11. Hvaða áskoranir þurftir þú að takast á við í dag?
 12. Ef skólinn væri tívólí, hvaða tæki myndirðu fara í? Afhverju?
 13. Hvaða einkunn gæfir þú deginum í dag á bilinu 1 til 10? Afhverju?
 14. Ef einn af bekkjarfélögum þínum gæti verið kennari í einn dag, hver myndi hann vera? Afhverju?
 15. Ef þú mættir vera kennari í einn dag, hvað myndirðu kenna bekknum þínum?
 16. Var einhver að pirra þig í skólanum í dag?
 17. Hver vildurðu að væri vinur þinn sem er ekki vinur þinn í dag? Afhverju eruð þið ekki vinir?
 18. Hver er mikilvægasta regla kennarans þíns?
 19. Hvað er vinsælast að gera í frímínútum?
 20. Minnir kennarinn þig á einhvern sem þú þekkir? Hvernig?
 21. Segðu mér frá einhverju sem þú komst að um vin þinn í dag.
 22. Ef geimverur kæmu í skólann og tækju með sér þrjá krakka, hverja myndirðu helst vilja að þeir tækju með sér? Afhverju?
 23. Hvað gerðir þú í dag til að vera hjálplegur?
 24. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér í dag?
 25. Hvaða reglu var erfiðast að fylgja í dag?
 26. Segðu mér frá einu sem þú myndir vilja læra áður en skólaárið klárast?
 27. Hvaða bekkjarfélagi finnst þér vera ólíkastur þér?
 28. Hvar í skólanum finnst þér skemmtilegast að vera?
 29. Í hverju viltu verða betri í á leikvellinum í skólanum?
 30. Er einhver í bekknum sem á erfitt með að fylgja fyrirmælum?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s