Ég slökkti á símanum…
Sleði, englar í snjónum, eltingarleikur og leit að elgsporum var á okkar dagskrá.
Ég slökkti á símanum…..
Þegar við komum heim teiknuðum við það sem við gerðum úti á blað.
Ég tékkaði ekki á tölvupóstinum á meðan…..
Þarna áttum við nú orðið skilið heitt kakó og gátum leyst stærðfræði heimalærdóminn örlítið ferskari en ella.
Ég reyndi að gera stærðfræðina áhugaverða…..
Kjúklingaborgarar að hætti Sollu grænu græjuðum við í kvöldmatinn, kveiktum á kertum, settum rólega tónlist á og spjölluðum.
Ég hlustaði……
Enduðum sáttar daginn á popp og sítrónuvatni.
Hafið ekki áhyggjur kæru vinir ! Ég ætla nú ekki að fara setja inn langar stöðu-uppfærslur daglega um hvað við mæðgur erum að bralla á daginn.
Ástæðan í dag er sú að ég vil vekja athygli á því hversu mikilvægt er að vera meðvitaður í daglegu lífi og uppeldi.
Síminn, tölvan, vinnan og þrifin geta beðið rétt á milli 16:00-20:00.
Æska barnsins þíns gerir það ekki !“