Ég slökkti á símanum…

poh

 

Pálína Ósk Hraundal er að skrifa ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur bók sem ber titilinn Útilífsbók barnanna og er væntanleg í vor. Hún leyfði okkur að deila hér stöðu-uppfærslu sem hún birti á facebook og okkur finnst svo lýsandi fyrir það hversu mikilvægt það er að minna sig á að vera ekki bara á staðnum heldur einnig til staðar fyrir barnið. Lífið verður svo miklu skemmtilegra þannig, bæði fyrir barnið og foreldrið.
„Fæ sennilega ekki leið á því að hugleiða, lesa og fræðast um uppeldi barna,
Ákvað í dag að nota birtuna til útiveru og sótti Írisi aðeins fyrr. 
Sleði, englar í snjónum, eltingarleikur og leit að elgsporum var á okkar dagskrá. 

Ég slökkti á símanum…..

Þegar við komum heim teiknuðum við það sem við gerðum úti á blað.

Ég tékkaði ekki á tölvupóstinum á meðan…..

Þarna áttum við nú orðið skilið heitt kakó og gátum leyst stærðfræði heimalærdóminn örlítið ferskari en ella.

Ég reyndi að gera stærðfræðina áhugaverða…..

Kjúklingaborgarar að hætti Sollu grænu græjuðum við í kvöldmatinn, kveiktum á kertum, settum rólega tónlist á og spjölluðum.

Ég hlustaði……

Enduðum sáttar daginn á popp og sítrónuvatni.

Hafið ekki áhyggjur kæru vinir ! Ég ætla nú ekki að fara setja inn langar stöðu-uppfærslur daglega um hvað við mæðgur erum að bralla á daginn. 

Ástæðan í dag er sú að ég vil vekja athygli á því hversu mikilvægt er að vera meðvitaður í daglegu lífi og uppeldi.

Síminn, tölvan, vinnan og þrifin geta beðið rétt á milli 16:00-20:00. 

Æska barnsins þíns gerir það ekki !“

myndina tók Pálína

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s