Skip to content

Flokkur: Viðburðir

Víkingahátíð í Hafnarfirði 13.-17.júní

Víkingahátíðin verður haldin í Hafnarfirði um  helgina. Þar munu á þriðja hundrað víkinga láta sjá sig – bardagamenn og bogamenn. Einnig handverksmenn sem höggva í steina og tré auk þess að berja glóandi járn. Markaður og víkingaskóli barnanna ásamt bardagasýningu er meðal dagskrárliða. Mínum drengjum fannst þetta mjög merkilegt á sínum tíma og okkur fullorðna fólkinu fannst við fá góða innsýn í líf forfeðra okkar. Sjá dagskrána: .   mynd fengin að láni frá vísindavefnum

Sumardagskrá Brúðubílsins 2014

Brúðubíllinn er orðinn fastur liður í borgarlífinu og bíður upp á líflegar og skemmtilegar sýningar fyrir börn í júní og júlí. Hann er alltaf jafn vinsæll hjá yngstu kynslóðinni og sýnir á ýmsum útivistarsvæðum, görðum og við leikvelli og skóla. Í júní verður sýnt leikritið Ys og þys í Brúðubílnum og í júlí verður sýnt leikritið um týnda eggið.  Það koma margar skemmtilegar persónur þar við sögu og fá börnin að njóta sín í söng og gleði. Allir eru velkomnir á sýningar Brúðubílsins og er aðgangur ókeypis. Dagskrá Brúðubílsins má… Read more Sumardagskrá Brúðubílsins 2014

Víðivangshlaup til styrktar Downs-heilkennis

Á morgun laugardaginn 7. júní kl.12:00 verður hlaupið 5 km til styrktar félags áhugafólks um Downs-heilkenni. Að hlaupinu stendur góðgerðafélagið Á meðan fæturnir bera mig og er hlaupið í ár tileinkað Garðari Hinrikssyni en hér má lesa einlæga umfjöllun foreldra hans. Hlaupið verður frá Öskjuhlíð og Siglufirði – sráning fer fram hér.