Víkingahátíðin verður haldin í Hafnarfirði um helgina. Þar munu á þriðja hundrað víkinga láta sjá sig – bardagamenn og bogamenn. Einnig handverksmenn sem höggva í steina og tré auk þess að berja glóandi járn. Markaður og víkingaskóli barnanna ásamt bardagasýningu er meðal dagskrárliða. Mínum drengjum fannst þetta mjög merkilegt á sínum tíma og okkur fullorðna fólkinu fannst við fá góða innsýn í líf forfeðra okkar. Sjá dagskrána: . mynd fengin að láni frá vísindavefnum
Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra jarðarinnar og hefur skordýrum fjölgað á íslandi undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Fimmtudaginn 12. júní býður Ferðafélag barnanna upp á skordýraskoðun í Elliðaárdalnum og munu… Read more Skordýraskoðun með Ferðafélagi barnanna →
Brúðubíllinn er orðinn fastur liður í borgarlífinu og bíður upp á líflegar og skemmtilegar sýningar fyrir börn í júní og júlí. Hann er alltaf jafn vinsæll hjá yngstu kynslóðinni og sýnir á ýmsum útivistarsvæðum, görðum og við leikvelli og skóla. Í júní verður sýnt leikritið Ys og þys í Brúðubílnum og í júlí verður sýnt leikritið um týnda eggið. Það koma margar skemmtilegar persónur þar við sögu og fá börnin að njóta sín í söng og gleði. Allir eru velkomnir á sýningar Brúðubílsins og er aðgangur ókeypis. Dagskrá Brúðubílsins má… Read more Sumardagskrá Brúðubílsins 2014 →
Á morgun laugardaginn 7. júní kl.12:00 verður hlaupið 5 km til styrktar félags áhugafólks um Downs-heilkenni. Að hlaupinu stendur góðgerðafélagið Á meðan fæturnir bera mig og er hlaupið í ár tileinkað Garðari Hinrikssyni en hér má lesa einlæga umfjöllun foreldra hans. Hlaupið verður frá Öskjuhlíð og Siglufirði – sráning fer fram hér.
Á morgun laugardaginn 7.júní kl.13:00-14:30 koma fjölskyldur saman og gera yoga undir leiðsögn yogakennara Jógahjartans. Jógahjartað er styrktarfélag sem lætur allan ágóða renna til yogakennslu fyrir börn í grunnskólum. Allir… Read more Fjölskyldujóga í Viðey →
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlega í Viðey á morgun sunnudag. Sem mótvægi við mergðina í miðbænum þá verður dagskráin í rólegri kanntinum. Börn og foreldrar geta leikið sér án þess að hafa… Read more Róleg fjölskyldudagskrá í Viðey á Sjómannadaginn →
Helgina 30.maí- 01. júní verður haldin fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík. Hátíðin er haldin til heiðurs íslenska sjómanninum og er mikið lagt upp úr vandaðri barnadagskrá. Dagskrá hátíðarinnar má finna… Read more Sjóarinn síkáti í Grindavík um helgina →
Hátíð hafsins verður haldin hátíðleg í Reykjavík helgina 31. maí- 1. júní og verður margt spennandi í boði fyrir fjölskyldur. Laugardaginn 31. maí verður HAFNARDAGURINN og verður meðal annars boðið… Read more Hátíð hafsins um helgina →