Fjölskyldujóga í Viðey
Á morgun laugardaginn 7.júní kl.13:00-14:30 koma fjölskyldur saman og gera yoga undir leiðsögn yogakennara Jógahjartans. Jógahjartað er styrktarfélag sem lætur allan ágóða renna til yogakennslu fyrir börn í grunnskólum.
Allir ættu að fá næga hreyfingun og ná góðri slökun við heilandi tóna gongs. Auk þess er róandi tilhugsun að horfa á iðandi mannlífið í borginni frá kyrrðinni í eyjunni.
Það kostar 500 kr. inn á viðburðinn en frítt fyrir 3 ára og yngri. Að auki kostar eitthvað í ferjuna.
Munið eftir teppi og nesti. Einnig verður hægt að versla veitingar í Viðeyjarstofu.
Sjá nánar um viðburðinn hér og upplýsingar um ferjuáætlun má finna hér.
Mynd er fengin að láni frá Jógahjartanu