Á morgun laugardaginn 8. febrúar verður Heimsdagur barna haldinn hátíðlegur í Gerðubergi. Í boði verða spennandi listasmiðjur svo sem búningasmiðja, andlitsmálning, skuggaleikhús, hljóðfærasmiðja, fljúgandi ljósker, skínandi öskupokar, ávaxtaútskurður, skuggamyndir með… Read more Heimsdagur barna í Gerðubergi →
Dagana 6.-15. febrúar verður haldin vetrarhátíð í Reykjavík undir yfirskriftinni Magnað myrkur. Markmiðið er að lýsa upp skammdegið með skemmtilegum uppákomum fyrir alla fjölskylduna. Ljósaviðburðir munu eiga sér stað… Read more Vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar →
Á morgun sunnudaginn 19. janúar verður haldinn World Snow Day í Bláfjöllum. Ýmislegt verður í boði fyrir fjölskyldur. Frítt verður í fjallið fyrir 16 ára og yngri. Boðið verður upp á fría skíða- og brettakennslu kl. 14-16 við Bláfjallaskála. Afsláttur verður af skíðaleigu. Boðið verður upp á tónlist og heitt kakó. Skíðadeildirnar verða með uppákomur við sína skála svo sem andlitsmálningu og fleira. Opið kl. 10-17. Nú vonum við bara að veðrið verði gott. Góða skemmtun ! Nánari upplýsingar eru hér. Mynd að ofan er fengin að láni af https://www.facebook.com/skidasvaedin
Á morgun, sunnudaginn 5. janúar 2014 kl. 14 verður boðið upp á ókeypis barnaleiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Skoðaðar verða beinagrindur frá landnámsöld og silfurhellir en í hellinum leynast meðal annars kóngulær og drekar. Gestir fá að lokinni leiðsögn að finna uppáhaldsgripinn sinn á safninu, mynda hann og „tagga“ á Facebook eða öðrum samfélagsmiðlum. Allir velkomnir! Sjá nánar hér.
Í dag er frábært veður og því um að gera að drífa sig í Bláfjöll. Það er fátt jafn skemmtilegt og fara á skíði með börnin, taka með heitt kakó… Read more Opið í Bláfjöllum í dag →
Það er hátíðlegt að heimsækja Árbæjarsafn í desember. Á sunnudaginn 8. desember verður í boði skemmtileg jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna. Gaman er að rölta á milli húsanna og fylgjast með… Read more Jólasýning Árbæjarsafnsins hefst á sunnudaginn →
Sunnudaginn 8. desember koma Grýla og Leppalúði í Þjóðminjasafnið. Þau munu skemmta gestum ásamt Dr. Gunna og vinum. Dagskráin hefst kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Íslensku jólasveinarnir munu svo… Read more Grýla, Leppalúði og Dr. Gunni í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn →
Næstkomandi laugardag 7.desember 2013 verður haldinn hinn árlegi jólamarkaður í húsnæði Ásgarðs í Mosfellsbæ. Þar verða leikföng til sýnis og sölu. Einnig verður boðið upp á kaffi/súkkulaði og kökur gegn… Read more Jólamarkaður Ásgarðs →