Vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar

 

hallgrimskirkja_winter_lights_abfestival_image_by_roman_gerasymenko1

Dagana 6.-15. febrúar verður haldin vetrarhátíð í Reykjavík undir yfirskriftinni Magnað myrkur. Markmiðið er að lýsa upp skammdegið með skemmtilegum uppákomum fyrir alla fjölskylduna. Ljósaviðburðir munu eiga sér stað út um alla borg. Margt spennandi verður í boði fyrir börn svo sem vísindasmiðja á Borgarbókasafninu Tryggvagötu, vasaljósasögustund á Borgarbókasafninu, myrkrasögur í sögubílnum Æringja, fjölskyldufjör á Þjóðminjasafninu, draugaleikur í Víkinni – Sjóminjasafninu, kvöldvaka á Árbæjarsafni, Esjuljósaganga og margt fleira.

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 7. febrúar fram að miðnætti og bjóða þá 40 söfn upp á margt spennandi fyrir fjölskyldur. Til dæmis verður Listaverkagarður Einars Jónssonar upplýstur með breytanlegri lýsingu, hreyfimyndum og tónum. Einnig verður boðið upp á safnanæturleik. Safnanæturstrætó gengur á milli safna gestum að kostnaðarlausu.

Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 15. febrúar og verður þátt frítt í Laugardalslaug, Sundhöll Reykjavíkur og Grafarvogslaug frá kl. átta til miðnættis.

Sjá nánar dagskránna hér.

Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni vetrarhatid.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s