Vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar
Dagana 6.-15. febrúar verður haldin vetrarhátíð í Reykjavík undir yfirskriftinni Magnað myrkur. Markmiðið er að lýsa upp skammdegið með skemmtilegum uppákomum fyrir alla fjölskylduna. Ljósaviðburðir munu eiga sér stað út um alla borg. Margt spennandi verður í boði fyrir börn svo sem vísindasmiðja á Borgarbókasafninu Tryggvagötu, vasaljósasögustund á Borgarbókasafninu, myrkrasögur í sögubílnum Æringja, fjölskyldufjör á Þjóðminjasafninu, draugaleikur í Víkinni – Sjóminjasafninu, kvöldvaka á Árbæjarsafni, Esjuljósaganga og margt fleira.
Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 7. febrúar fram að miðnætti og bjóða þá 40 söfn upp á margt spennandi fyrir fjölskyldur. Til dæmis verður Listaverkagarður Einars Jónssonar upplýstur með breytanlegri lýsingu, hreyfimyndum og tónum. Einnig verður boðið upp á safnanæturleik. Safnanæturstrætó gengur á milli safna gestum að kostnaðarlausu.
Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 15. febrúar og verður þátt frítt í Laugardalslaug, Sundhöll Reykjavíkur og Grafarvogslaug frá kl. átta til miðnættis.
Sjá nánar dagskránna hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni vetrarhatid.is