Ókeypis barnaleiðsögn í Þjóðminjasafninu

Á morgun, sunnudaginn 5. janúar 2014 kl. 14 verður boðið upp á ókeypis barnaleiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.
Skoðaðar verða beinagrindur frá landnámsöld og silfurhellir en í hellinum leynast meðal annars kóngulær og drekar.
Gestir fá að lokinni leiðsögn að finna uppáhaldsgripinn sinn á safninu, mynda hann og „tagga“ á Facebook eða öðrum samfélagsmiðlum.
Allir velkomnir!
Sjá nánar hér.