Laugardaginn 5.apríl verður líf og fjör í miðbæ Hafnarfjarðar en þar verður haldinn verður langur laugardagur með fullt af uppákomum, tilboðum, tónleikum o.fl. Sjá nánar á facebook-síðu Menningar- og listafélags Hafnafjarðar.
Þann 5. maí verður haldið vísindanámskeið fyrir börn 9-12 ára hjá fræðslusetrinu Klifinu í Garðabæ. Markmiðið með námskeiðinu er að efla áhuga barna á himingeimnum og kenna um undur hans… Read more Grúsk í geimnum – vísindanámskeið fyrir börn →
Þessa dagana stendur yfir 10 daga hátíð á Suðurlandi þar sem boðið er upp á um 200 viðburði. Margt er í boði fyrir fjölskyldur svo sem frítt í sundlaugar, gönguferðir… Read more Hátíð á Suðurlandi dagana 28. mars – 6. apríl →
Í tengslum við HönnunarMars mun Tulipop bjóða upp á teiknismiðju fyrir börn á öllum aldri næstkomandi laugardag 29.mars 2014, kl.12-16. Þau verða með opið hús á skrifstofu sinni og sýningarrými… Read more Spennandi teiknismiðja hjá Tulipop →
Dagana 20.-30. mars er haldin barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís. Sýndar verða áhugaverðar myndir um allt milli himins og jarðar svo sem leiknar myndir, teiknimyndir, heimildarmyndir, stuttmyndir og fleira fyrir börn… Read more Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís →
Það er margt um að vera á Suðurnesjum þessa helgi því nú stendur yfir safnahelgi. Til dæmis tekur Skessan í hellinum prumpandi á móti fjölskyldum en hún er lokuð inn í búri þannig að börnin þurfa ekki að hræðast hana. Þau geta sest í rúmið hennar og heyrt búkhljóð hennar. Einnig er magnað að sjá stóra víkingaskipið í Víkingaheimum og skoða hermuni í Hersafninu. Það gæti síðan verið hressandi að enda ferðina á sundferð í Vatnaveröld sem er með fullt af leiktækjum fyrir börn. Minni einnig á Orkuverið jörð sem er… Read more Skessan, víkingar og herdót á safnahelgi Suðurnesja →
Nú ætlum við að fara inn í helgina endurnærð eftir góða útiveru og sundsprett. Á föstudaginn 14.mars munum við ganga á bæjarfjall Hafnfirðinga: Ásfjall er um 100m hátt og þaðan er frábært útsýni. Gengið verður upp á fjallstopp að vörðu sem er með hringsjá þar sem finna má helstu örnefni. Á fjallstoppi verða gerðar nokkrar léttar yogaæfingar til að næra andann og sækja okkur orku í náttúruna. Síðan verður sest niður og borðað nesti. Að lokum munum við enda í Ásvallasundlaug sem er með góða aðstöðu fyrir börn. Það er… Read more Gönguferð á Ásfjall og sund í Ásvallalaug →
Glaðir foreldrar eiga glaðari börn Hversu náinn ertu maka þínum? Þarftu að hugsa þig um til að muna hversu oft þið sýnið hvort öðru ástúð? Það getur tekið mikið á að… Read more 7 klassísk ráð til að sýna maka sínum ást →