Sýningin Leitin að jólunum verður sýnd á aðventunni í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur verið sýnd frá árinu 2005 við miklar vinsældir. Þetta er skemmtileg og lífleg sýning þar sem skrýtnir og skemmtilegir náungar og tveir hljóðfæraleikarar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Þeir leiða börnin með leik og söng í gegnum leikhúsið og ferðast börnin inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Aldurshópur: 2ja til 99 ára. Sjá nánar hér. Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni leikhusid.is
Bókasafn Kópavogs að Hamraborg 6a stendur fyrir galdranámskeiði laugardaginn 16. nóvember. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 8-12 ára og eru aðeins 30 pláss í boði. Það kostar ekkert en… Read more Frítt galdranámskeið →
Veðurspáin á morgun er frekar óspennandi til útivstar. En það er engin ástæða til að örvænta því að í bókinni eru fjöldi hugmynda að afþreyingu innanhúss: bíó, bókasöfn, leikhús, ýmiss konar leiksvæði, skautar, sund, söfn og hugmyndir að innileikjum. Góða skemmtun! ps. fyrir þá sem hafa verið að leita að bókinni þá fæst hún í öllum helstu bókabúðum
Kæru lesendur síðunnar, Nú styttist í jólin og margir hafa haft samband og óskað eftir því að kaupa beint af okkur bókina Útivist og afþreying fyrir börn. Því bjóðum… Read more Bókin er komin á tilboð fram að jólum →
Bókasafn er notalegur staður. Flestum börnum þykir gaman þegar lesið er fyrir þau og hefur bókalestur jákvæð áhrif á málþroska, orðaforða og lestrarfærni. Að skreppa á bókasafn í lok vinnuviku getur til dæmis verið mjög góð samverustund með barni og góð hvíld frá amstri dagsins. Á Borgarbókasafni – aðalsafni er frábær aðstaða fyrir börn. Á annarri hæð er mjög góð barnadeild. Þar eru sófar og dýnur þar sem hægt er að láta fara vel um sig með blað eða bók. Á staðnum er góð aðstaða fyrir yngstu börnin og tilvalið… Read more Sunnudagar eru barnadagar á Borgarbókasafninu →
Nú er rétti tíminn til að skreppa í bíltúr í þjóðgarðinn á Þingvöllum með fjölskylduna. Náttúran skartar fallegum haustlitum og gaman að rölta um svæðið og njóta útiveru. Ég fór… Read more Haustið er fallegt á Þingvöllum →
Þeir feðgar gengu á Grímannsfell í dag sem er kannski ekki svo merkilegt út af fyrir sig. En fjallið er merkilegra fyrir þær sakir að vera í bakgarði Halldórs Laxness… Read more Grímannsfell í bakgarði Halldórs Laxness →
Býr lítill vísindamaður á þínu heimili? Á morgun laugardaginn 12. október kl. 10-17 býður Íslensk erfðagreining landsmönnum að heimsækja fyrirtækið að Sturlugötu 8 í Reykjavík. Vélmenni mun leika listir fyrir… Read more Opið hús hjá Íslenskri erfðagreiningu fyrir fjölskyldur →