Skip to content

Leitin að jólunum í Þjóðleikhúsinu

Sýningin Leitin að jólunum verður sýnd á aðventunni í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur verið sýnd frá árinu 2005 við miklar vinsældir. Þetta er skemmtileg og lífleg sýning þar sem skrýtnir og skemmtilegir náungar og tveir hljóðfæraleikarar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Þeir leiða börnin með leik og söng í gegnum leikhúsið og ferðast börnin inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Aldurshópur: 2ja til 99 ára.  Sjá nánar hér. Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni leikhusid.is

Afþreying innanhúss

Veðurspáin á morgun er frekar óspennandi til útivstar. En það er engin ástæða til að örvænta því að í bókinni eru fjöldi hugmynda að afþreyingu innanhúss: bíó, bókasöfn, leikhús, ýmiss konar leiksvæði, skautar, sund, söfn og hugmyndir að innileikjum. Góða skemmtun! ps. fyrir þá sem hafa verið að leita að bókinni þá fæst hún í öllum helstu bókabúðum

Sunnudagar eru barnadagar á Borgarbókasafninu

Bókasafn er notalegur staður. Flestum börnum þykir gaman þegar lesið er fyrir þau og hefur bókalestur jákvæð áhrif á málþroska, orðaforða og lestrarfærni. Að skreppa á bókasafn í lok vinnuviku getur til dæmis verið mjög góð samverustund með barni og góð hvíld frá amstri dagsins. Á Borgarbókasafni – aðalsafni er frábær aðstaða fyrir börn. Á annarri hæð er mjög góð barnadeild. Þar eru sófar og dýnur þar sem hægt er að láta fara vel um sig með blað eða bók. Á staðnum er góð aðstaða fyrir yngstu börnin og tilvalið… Read more Sunnudagar eru barnadagar á Borgarbókasafninu