Blysför í Öskjuhlíð
Á morgun 27. desember býður Ferðafélag barnanna upp á skemmtilegheit fyrir fjölskyldur í Öskjuhlíð. Gengið verður frá Nauthólsvík og upp að Perlu með blys. Það er svo ævintýraleg að lýsa upp dimman skóginn og njóta þess að vera saman. Söngur, gleði og jólasveinar.
Dagskráin hefst kl. 17:30-19 og er mæting kl. 17:30 á bílastæðinu við Nauthólsvík. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.