Laugarvatn Fontana

Veðurspáin er þokkalega góð fyrir helgina og því tilvalið að njóta veðurblíðunnar í fallegu umhverfi. Sem dæmi er hægt að byrja á því að heimsækja huldufólkið í Laugarvatnshellunum og síðan er ótrúlega hressandi að baða sig í Fontana á Laugarvatni.

Hveragufan á Laugarvatni er kunn flestum Íslendingum sem margir hverjir hafa baðað sig í síðan 1929 þegar tveir klefar voru byggðir ofan á hvernum. Hverinn fyllir klefana af hita og gufu í gegnum ristar á gólfi. Laugarvatn Fontana opnaði sumarið 2010 eftir miklar endurbætur og er gufan enn á sínum stað en klefarnir eru nú þrír í stað tveggja. Líkt og áður er hitanum í klefunum stjórnað með því að opna og loka gluggum og hurðum. Í gufunni eru virk efni sem talinn eru hafa lækningarmátt. Við hlið hveragufunnar er Ylur, sauna að finnskri fyrirmynd.

Í Fontana eru þrjár laugar: Lauga, Sæla og Viska. Steinlistaverk listamannsins Erlu Þórarinsdóttur prýða svæðið. Frá „heita pottinum“ Visku er gott útsýni yfir vatnið og sveitirnar.

Hægt er að ganga að vatninu um hlið til að kæla sig á milli heimsókna í Gufuna eða Ylinn. Á ströndinni við vatnið er sandur sem er víða heitur og hefur verið notaður í bakstra við gigt og ýmsum kvillum.

Eftir heimsóknina í Fontana mælum við með að snæða kvöldverð á Minilik sem er eþíópskt  veitingahús á Flúðum. Þar er gestum boðið að borða matinn með fingrunum að eþíópskum sið. Maturinn er ekki ósvipaður indverskum mat og mjög bragðgóður. Einnig er kaffið einstaklega gott en það er brennt á staðnum áður en það er malað og lagað.

heimildir: http://www.fontana.is/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s