Orkuverið Jörð – falinn fjársjóður

013                    029

Einn af þeim stöðum sem er í uppáhaldi hjá minni fjölskyldu er Orkuverið Jörð sem er fræðslusýning í Reykjanesvirkjun. Sýningin höfðar til bæði barna og fullorðinna og er  skemmtileg og fræðandi. Á sýningunni er hægt að fræðast um undur alheimsins allt frá Miklahvelli til orkunýtingar á Reykjanesskaga. Saga alheimsins er síðan rakin í máli og myndum og er lögð sérstök áhersla á sólkerfið. Fjallað er um orkulindir jarðar og hægt er að prófa ýmislegt spennandi svo sem jarðskálftahermi, hlusta á hljóð utan úr geimnum, breyta orku úr einu formi í annað og fleira.

Fyrir utan húsið er staðsett líkan af sólinni. Hinar plánetur sólkerfisins eru síðan staðsettar víðsvegar um Reykjanesskagann í hlutfallslega réttri fjarlægð frá sólinni.

Virkjunin stendur í hraunbreiðu á Reykjanestánni í einstakri náttúru. Stutt frá henni eru ýmsar náttúruperlur svo sem Gunnuhver, Brúin millli heimsálfa og fleira. Þarna skammt frá stendur Reykjanesvitinn sem upplagt er að skoða með börnunum.

Nánari umfjöllun um Orkuverið Jörð er á bls. 150-151 í bók og hér.

Við mælum með dagsferð á Reykjanesskaga og í bókinni bendum við á ýmsa skemmtilega staði fyrir fjölskyldur svo sem Skessuhelli, Vatnaveröld og fleira. Umfjöllun um Reykjanesskaga er á bls. 142-157.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s