Bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur
Dagana 23.- 24. nóvember verður Bókamessa í Bókmenntaborg í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Margt verður í boði fyrir börn svo sem legosmiðja, fótboltaspil, sögustund með rithöfundum, jólasveinastund, slökunarstund, Skoppa og Skrýtla spjalla við gesti, Vísinda Villi ræðir um töfraheima vísindanna, sögustund með Góa og fleira. Auk þess geta allir krakkar sem heimsækja messuna hreiðrað um sig í lestrarhorni Ráðhússins og kíkt í bækur frá Borgarbókasafninu.
Sjá nánar dagskránna hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni Bokmenntaborgin.is