Jólaljósin verða tendruð á jólatrénu við Austurvöll í dag
Í dag sunnudaginn 1.desember kl. 16 verða jólaljósin tendruð á jólatrénu við Austurvöll. Á hverju ári síðan 1952 hefur stórt og fallegt jólatré verið sett upp á Austurvelli sem Reykvíkingar hafa fengið að gjöf frá Oslóarborg. Það er hátíðleg stund þegar ljósin eru tendruð og í boði verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem listamenn og jólasveinar munu skemmta.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni visir.is