Eldfjalla- og gjótukönnun í Búrfellsgjá
Í dag fimmtudaginn 8. maí verður Ferðafélag barnanna með eldfjalla- og gjótukönnun í Búrfellsgjá. Gengið verður eftir Búrfellsgjánni að gígnum Búrfelli. Þetta er sannkallaður ævintýraheimur sem veitir innsýn í það hvernig Ísland varð til. Á leiðinni verða skoðaði hellar, sprungur og gjótur kannaðar og hafa leiðbeinendur einstakt lag á að glæða náttúruna ævintýraljóma.
Þetta er ferð sem við mælum með fyrir fjölskyldur.
Gott er að taka með nesti, vasaljós eða höfuðljós til að lýsa inn í hella og klæða börnin eftir veðri.
Lagt verður af stað á einkabílum frá bílastæðinu við Vífilsstaði í Garðabæ kl. 17.
Nánari upplýsingar eru hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Ferðafélags barnanna og var hún tekin í Búrfellsgjá í fyrra.