Sirkus Íslands – sýningar 2014

plakot

Loksins hafa íslendingar eignast sinn eigin farandssirkus og má búast við líflegu sumri með Sirkus Íslands.

Sirkus Íslands hefur verið starfræktur síðan 2007 og samanstendur af fjölbreyttum hópi hæfileikaríks fólks á ýmsum sviðum sirkuslista.

Árið 2014 er stórt ár fyrir Sirkus Íslands þar sem þeir hafa eignast eigið sitt eigið sirkustjald sem gefur þeim tækifæri til að ferðast um landið og bjóða upp skemmtilegar og líflegar sýningar fyrir fjölskyldur.

Sýningar 2014:

Heima er best – stóra fjölskyldusýningin

Sannkölluð sirkusupplifun fyrir alla fjölskylduna. Grippl, húlla, loftfimleikar, einhjólalistir og margt fleira.

S.I.R.K.U.S  – fjörug sýning fyrir yngstu áhorfendur

Skemmtileg og lífleg sirkusatriði úr öllum áttum og ýmsar persónur sem börnin þekkja taka þátt svo sem Spiderman, Dimmalimm prinsessa og fleiri.

Skinnsemi – sýning fyrir fullorðna

Staðsetningar og sýningartímar :

Sýningar sumarsins í Reykjavík eru á Klambratúni en einnig ferðast Sirkus Íslands um landið og verður með sýningar á Akureyri, Ísafirði, Keflavík og Selfossi.

Sjá nánar um sýningartíma og staðsetningar hér.

Sirkus íslands er með flotta heimasíðu http://sirkusislands.is og svo eru þeir einnig með Facebooksíðu https://www.facebook.com/sirkusislands

Hægt er að kaupa miða við Sirkustjaldið eða inn á midi.is

Nánar á http://sirkus.is/kaupa-mida/

Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Sirkus Íslands.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s