Barnadagur í Viðey
Það er alltaf ævintýralegt fyrir börn að fara í stutt ferðalag út í Viðey, sigla í ferjunni og njóta sín í fallegri náttúru.
Sunnudaginn 27. júlí verður haldinn Barnadagur í Viðey. Það verður margt skemmtilegt í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi verður farið í leiki, boðið verður upp á fjölskyldujóga, fjörufjör, andlitsmálun, Lalli töframaður sýnir töfrabrögð og fleira.
Grillaðar pylsur verða selda á staðnum og svo verður boðið upp á ís.
Fyrsta ferð á áætlun til Viðeyjar frá Skarfabakka er kl. 10:15 og er siglt á klukkustundarfresti.
Dagskráin hefst í hádeginu eða kl. 12:15 og stendur til kl. 16.
Hægt er að sjá dagskrá, nánar um Barnadaginn og Viðeyjarferju hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni Videy.com