Barnadagur í Viðey

 

IMG_0854-717x350

Það er alltaf ævintýralegt fyrir börn að fara í stutt ferðalag út í Viðey, sigla í ferjunni og njóta sín í fallegri náttúru.

Sunnudaginn 27. júlí verður haldinn Barnadagur í Viðey. Það verður margt skemmtilegt í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi verður farið í leiki, boðið verður upp á fjölskyldujóga, fjörufjör, andlitsmálun, Lalli töframaður sýnir töfrabrögð og fleira.

Grillaðar pylsur verða selda á staðnum og svo verður boðið upp á ís.

Fyrsta ferð á áætlun til Viðeyjar frá Skarfabakka er kl. 10:15 og er siglt á klukkustundarfresti.

Dagskráin hefst í hádeginu eða kl. 12:15 og stendur til kl. 16.

Hægt er að sjá dagskrá, nánar um Barnadaginn og Viðeyjarferju hér.

Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni Videy.com

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s