Grasaferð og galdralækningar með Ferðafélagi barnanna
Á morgun mánudaginn 7. júlí verður spennandi ferð í Heiðmörk með Ferðafélagi barnanna. Leitað verður að blómum og jurtum til að setja í salat, kennt verður að búa til lækningasmyrsl og svaladrykki og allir fá uppskriftir til að taka með sér heim. Grasalæknir verður með í för.
Gott er að taka með plöntuhandbók og körfu.
Brottfararstaður er kl. 17 á einkabílum frá bílastæðinu við Rauðhóla.
Ferðin tekur um 2 klst. og eru allir velkomnir.
Sjá nánar hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Ferðafélags barnanna.