Langar þig í villibað?
Þriðjudaginn 29.júlí stendur Ferðafélag Barnanna fyrir villibaði í Reykjadal. Þetta er skemmtileg og þægileg ganga fyrir fjölskylduna sem endar með baði í heitum læk. Að loknu baði verða grillaðar pylsur og sykurpúðar. Við mælum með þessari ævintýralegu ferð og ekki skemmir veðurspáin fyrir. Sjá nánar á heimasíðu ferðafélagsins og facebook.
Mynd er fengin að láni hjá Ferðafélagi Barnanna