Opið hús í Þekkingarsetri Suðurnesja á laugardaginn

IMG_5780

Laugardaginn 30. ágúst verður opið hús hjá Þekkingarsetri Suðurnesja.

Boðið verður upp á margt skemmtilegt fyrir fjölskyldur. Lifandi sjávardýr verða til sýnis fyrir gesti og þeir sem þora mega halda á þeim.

Boðið verður upp á ratleik fyrir fjölskyldur um nágrenni Sandgerðisbæjar. Ratleikurinn tekur um eina klukkustund og er glaðningur í boði fyrir þá sem ná að ljúka honum.

Opið verður kl. 13-17.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Sjá nánar hér.

Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu thekkingarsetur.is

Skammt frá Þekkingarsetrinu er Garðskagaviti sem ævintýralegt er að skoða.

Aðrir staðir sem upplagt er að heimsækja í sömu ferð eru Skessuhellir og Vatnaveröld í Reykjanesbæ sem eru mjög skemmtilegir staðir fyrir fjölskyldur. Sjá nánar um hvað fjölskyldan getur gert saman á Reykjanesskaga í bókinni Útivist og afþreying fyrir börn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s